Um mig
Steingerður Jóhannsdóttir er fædd árið 1957 í Litluhlíð á Barðaströnd. Strax í æsku fékk hún áhuga á ljósmyndun og myndlist. Hún tók Verslunarpróf 1975 og stúdentspróf 1985. Á árunum þar á milli giftist hún Árna Emanúelssyni og eignaðist tvær dætur, Ágústu 1977 og Brynju 1981. Hún starfaði við kennslu frá 1977 – 1981, síðan um tíma sem læknaritari og frá 1985 til 2020 hjá Vísa Íslandi.
Myndabakterían hefur alltaf verið nálæg og hefur hún ljósmyndað daglega lífið, náttúruna, fólk og dýr, sjó og fjöru, hús og húsmuni. Hún stundaði nám í íslensku í KÍ 1980, Landafræði í HÍ 1997 og Brautargengi í NMÍ 2009. Auk þess ýmis námskeið í ljósmyndun, glerskurði og tölvuvinnslu.
Þau hjónin hafa dvalið langtímum saman á Snæfellsnesi við að endurbyggja gömul hús og glæða þau lífi. Má þar nefna Ártún, Hvítahús, Valhöll og Saltport. Nú eru rekin listhús í Hvítahúsi og Saltporti.
Steingerður hefur haldið fjölmargar ljósmyndasýningar og prentað myndir sínar á pappír, striga og pexigler.
Fjöruborðið er fundarstaður alheimsins.
Þar mætast haf og land og eiga ástarfund.
Ilmur af þangi.
Yndislegt líf.