top of page

Um mig

Steingerður Jóhannsdóttir er fædd árið 1957 í Litluhlíð á Barðaströnd. Strax í  æsku fékk hún áhuga á ljósmyndun og myndlist. Hún tók Verslunarpróf 1975 og stúdentspróf 1985. Á árunum þar á milli giftist hún Árna Emanúelssyni og eignaðist tvær dætur, Ágústu 1977 og Brynju 1981.  Hún starfaði við kennslu frá 1977 – 1981, síðan um tíma sem læknaritari og frá 1985 til 2020 hjá Vísa Íslandi.


​Myndabakterían hefur alltaf verið nálæg og  hefur hún ljósmyndað daglega lífið, náttúruna, fólk og dýr, sjó og fjöru, hús og húsmuni. Hún stundaði nám í íslensku í KÍ 1980, Landafræði í HÍ 1997 og Brautargengi í NMÍ 2009. Auk þess ýmis námskeið í ljósmyndun, glerskurði og tölvuvinnslu.

Þau hjónin hafa dvalið langtímum saman á Snæfellsnesi við að endurbyggja gömul hús og glæða þau lífi. Má þar nefna Ártún, Hvítahús, Valhöll og Saltport. Nú eru rekin listhús í Hvítahúsi og Saltporti.

Steingerður hefur haldið fjölmargar ljósmyndasýningar og prentað myndir sínar á pappír, striga og pexigler.

steingerdur_edited_edited.jpg

Fjöruborðið er fundarstaður alheimsins.
Þar mætast haf og land og eiga ástarfund.
Ilmur af þangi.
Yndislegt líf.

bottom of page